
Bylting í neyslu kældra drykkja
Límtré Vírnet var með bás í sölutjaldi Landsmóts hestamanna á Hólum. Þar mátti sjá hurð sem fyrirtækið framleiðir en um er að ræða nýjungar í framleiðslu fyrirtækisins á sviði yleininga og útfærslu á bási í hesthús. Það sem stal þó senunni var það sem starfsmenn Límtrés Vírnets kölluðu byltingu í neyslu kældra drykkja. Nú þarf engum að vera kalt á puttunum þegar ísköld dósin hvílir í hönd á mannamótum því Límtré Vírnet er komið með lausn; Neoprene sokkur fyrir dósina eða glerflöskuna og engum verður kalt.