Upplýsingaskilti og áningarstaður við Hausthúsatorg

Þessa dagana er verið að ljúka framkvæmdum við Hausthúsatorg á Akranesi þar sem ekið er inn í bæinn að norðanverðu. Þegar framkvæmdum lýkur mun eftir standa upplýsingaskilti og nýr ániningarstaður. Á vef Akraneskaupstaðar kemur fram að á skiltinu verði götukort af Akranesi ásamt texta um sögu og afþreyingu í bænum auk ljósmynda. Á skiltinu mun einnig vera auglýsingar frá fyrirtækjum en þeim verður safnað af Kiwanisklúbbnum en klúbburinn tekur ásamt Akraneskaupstað þátt í því að koma skiltinu upp. Unnur Jónsdóttir hannar skiltið. Undanfarna tæpa tvo áratugi hefur sambærilegt skilti verið við þjóðveginn gegnt Olís við Esjubraut en það verður nú tekið niður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir