Steini kominn í Hvalfjörðinn. Myndin var tekin í hádeginu í dag.

Steini Eyþórs nálgast lokamarkið

Borgnesingurinn Þorsteinn Eyþórsson hefur undanfarnar tvær vikur hjólað hringinn umhverfis Ísland. Hann lætur 62 ára aldur ekki aftra sér, enda ungur í anda og eldsprækur. Steini lagði af stað miðvikudaginn 8. júní frá Borgarnesi og mun enda för sína á sama stað og hún hófst klukkan 18:30 í kvöld, við Geirabakarí. Nú rétt í þessu var Steini að nálgast Olíustöðina í Hvalfirði. Ferðin hefur gengið að óskum og er hann núna tveimur dögum á undan upphaflegri ferðaáætlun.

Með hjólferðinni vekur hann jafnframt athygli á ADHD samtökunum. Skorað er á fólk að styðja við samtökin og er reikningsnúmerið þar sem tekið er við framlögum: 0354-13-200093, kt. 100354-7569.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira