Gunnar Sigurgeir Ragnarsson.

Búið að ráða skipulags- og byggingafulltrúa í Borgarbyggð

Gunnar Sigurgeir Ragnarsson hefur ráðinn sem skipulags- og byggingafulltrúi Borgarbyggðar. Gunnar er með BSc gráðu í byggingafræði frá Vitusbering Horsens í Danmörku og með sveinspróf í húsasmíði frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hann hefur starfað í byggingaiðnaði í um aldarfjórðung og sem skipulags- og byggingafulltrúi Grundarfjarðarbæjar síðasta árið.

Alls sóttu fjórir um starfið. Aðrir umsækjendur voru Berglind Ragnarsdóttir, Myrra Ösp Gísladóttir og Þorsteinn Birgisson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir