Hilmar Snorrason skólastjóri, Svanfríður Anna Lárusdóttir, Þór Kristmundsson, Ingvar Sigurðsson og Þorvaldur F. Hallson varaformaður Landsbjargar.

Fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi öryggisvitund

Á Sjómannadaginn síðastliðinn sunnudag hlutu áhafnir þriggja skipa á Snæfellsnesi viðurkenningar frá Landsbjörgu fyrir að hafa sýnt öðrum fremur góða öryggisvitund á námskeiðum Slysavarnaskóla sjómanna. Þetta voru áhafnir Steinunnar SH 167, Egils SH 195 og Sveinbjörns Jakobssonar SH 10.

Á Steinunni SH 167 er Brynjar Kristmundsson skipstjóri og tók Þór Kristmundsson á móti viðurkenningunni fyrir hönd áhafnarinnar.

Svanfríður Anna Lárusdóttir tók við viðurkenningu Egils SH 195 en þar er Jens Brynjólfsson skipstjóri.

Skipstjóri Sveinbjörns Jakobssonar SH 10 er Sigtryggur S. Þráinsson og tók Ingvar Sigurðsson á móti viðurkenningunni fyrir þeirra hönd.

Þorvaldur F. Hallsson varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar afhenti áhöfnum viðurkenningarnar sem eru farandbikar til varðveislu í eitt ár ásamt veggskildi til eignar. „Áhöfnunum er óskað innilega til hamingju með frammistöðu sína í öryggismálunum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir