Skemmtiferðaskip kemur á Akranes á næsta ári

Skemmtiferðaskipið Le Boreal mun stoppa á Akranesi 30. júlí á næsta ári. Þetta eru tíðindi fyrir ferðaþjónustu á Akranesi þar sem Le Boreal mun verða fyrsta skemmtiferðaskipið sem á viðkomu á Akranesi en slík skip hafa hinsvegar reglulega á undanförnum árum átt viðkomu í Reykjavík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Ísafirði, Akureyri og víðar í stærri höfnum. Skipið er nýlegt, smíðað árið 2010, er 142 metrar að lengd og 18 metra breitt. Það leggur upp úr miklum lúxus fyrir farþega. Búast má við töluverður mannfjölda þar sem áhöfn skipsins telur 139 manns og skipið tekur allt að 264 farþega. Skagamenn gætu átt von á frekari fregnum af komum skemmtiferðaskipa til Akraness en samkvæmt frétt Faxaflóahafna hefur skipafélagið Variety Cruises einnig lýst yfir áhuga á að stoppa á Akranesi á næsta ári.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira