Ríkisstjórinn lætur af störfum

„Ég er fyrsti og eini ríkisstjórinn sem Skagamenn hafa átt,“ segir Guðný Ársælsdóttir, verslunarstjóri Vínbúðarinnar á Akranesi, þegar blaðamaður Skessuhorns tók hana tali í liðinni viku. Nú um mánaðamótin lætur Guðný af störfum eftir 34 ár í Vínbúðinni, en hún hefur verið verslunarstóri þar frá upphafi. Hún segir miklar breytingar hafa orðið á starfinu og aðstæðum vínbúðarinnar á þessum árum. Hún segir starfsmannabreytingar þó ekki hafa verið miklar. „Ég hef verið mjög lánssöm með starfsfólk og hafa flestir verið lengi hjá okkur. Einn af þeim sem byrjaði að vinna hér á sama tíma og ég var hjá okkur þar til hann hætti að vinna um sjötugt, annar starfsmaður var hjá okkur í 25 ár. Harpa hefur svo verið hér hjá okkur í 12 ár. Svo starfsmannavelta er ekki mikil hér,“ segir Guðný og brosir. „Það er gott að vinna hér, vel hugsað um starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Starfsmannafélagið er mjög öflugt og stendur t.d. alltaf fyrir jólaskemmtunum, sumarskemmtunum og páskabingói fyrir fjölskyldur starfsmanna,“ bætir hún við.

Nánar er rætt við Guðnýju í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir