Innkalla Ora fiskibollur í karrísósu

Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu frá fyrirtækinu Ora um að það hafi, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ákveðið að innkalla Ora fiskibollur í 850 gr umbúðum. Ástæða innköllunarinnar er sú að mistök urðu við hitun vörunnar og telst hún því ekki örugg til neyslu. Lotunúmer hinnar gölluðu vöru er:  L1A0912 0070 og best fyrir 31.03.2020. Dósirnar hafa fengist í öllum verslunum Krónunnar, Nóatúns, Nettó, Úrvals, Kaupfélags Skagfirðinga og versluninni Hlíðberg. Neytendur sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í þá verslun sem hún var keypt í.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira