Innkalla Ora fiskibollur í karrísósu

Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu frá fyrirtækinu Ora um að það hafi, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ákveðið að innkalla Ora fiskibollur í 850 gr umbúðum. Ástæða innköllunarinnar er sú að mistök urðu við hitun vörunnar og telst hún því ekki örugg til neyslu. Lotunúmer hinnar gölluðu vöru er:  L1A0912 0070 og best fyrir 31.03.2020. Dósirnar hafa fengist í öllum verslunum Krónunnar, Nóatúns, Nettó, Úrvals, Kaupfélags Skagfirðinga og versluninni Hlíðberg. Neytendur sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í þá verslun sem hún var keypt í.

Líkar þetta

Fleiri fréttir