Kári vann stórsigur í fyrsta leik

Keppni í 3. deild karla í knattspyrnu hófst nú um hvítasunnuhelgina. Knattspyrnufélag Kára frá Akranesi leikur þar undir stjórn Sigurðar Jónssonar þjálfara, líkt og í fyrra. Káramenn léku sinn fyrsta leik á öðrum í hvítasunnu síðastliðinn mánudag þegar KFS úr Vestmannaeyjum kom í heimsókn. Leikið var í Akraneshöllinni. Úrslit leiksins urðu þau að Kári vann 5-1 stórsigur með mörkum frá Jóni Björgvini, Fjalari Erni, Arnari Frey, Óliver Darra Bergmann og Tryggva Hrafni. Mark Eyjamanna skoraði gamla brýnið Tryggvi Guðmundsson. Næsti leikur Kári gegn Vængjum Júpíters sunnudaginn 22. maí í Akraneshöllinni.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir