Áttu stutt stopp í Grundarfirði

Frystitogarinn Brimnes RE-27 átti viðkomu í Grundarfirði á uppstigningardag. Skipið gerði þó stutt stopp en það var einungis að sækja umbúðir sem biðu á höfninni. Skipið sem var smíðað árið 2002 er gert út af Brimi hf og er með heimahöfn í Reykjavík. Það hefur verið að landa rækju, gulllaxi og grálúðu svo eitthvað sé nefnt.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira