Áttu stutt stopp í Grundarfirði

Frystitogarinn Brimnes RE-27 átti viðkomu í Grundarfirði á uppstigningardag. Skipið gerði þó stutt stopp en það var einungis að sækja umbúðir sem biðu á höfninni. Skipið sem var smíðað árið 2002 er gert út af Brimi hf og er með heimahöfn í Reykjavík. Það hefur verið að landa rækju, gulllaxi og grálúðu svo eitthvað sé nefnt.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir