Menntamálaráðherra var meðal þeirra sem hjólaði af stað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík og setti átakið formlega.

Átakið Hjólað í vinnuna er formlega byrjað

 

Átakið Hjólað í vinnuna var sett í fjórtánda sinn í liðinni viku. Hjólað í vinnuna er vinnustaðakeppni sem stendur frá 4.- 24. maí. Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu. Markmiðið er að allir á vinnustaðnum séu með. Hægt er að skrá sig til leiks í átakinu allt til 24. maí.

Líkar þetta

Fleiri fréttir