Ragnheiður vann brons

Hópur ungra og efnilegra sundmanna úr Sundfélagi Akraness hélt utan um liðna helgi. Keppt var á Farum Cup, sem haldið er í bænum Farum á Sjálandi í Danmörku. Krakkarnir stóðu sig allir með prýði og syntu vel. Bestum árangri náði Ragnheiður Karen Ólafsdóttir sem hafnaði í þriðja sæti í 200m bringusundi meyja á nýju Akranesmeti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir