Birna Björnsdóttir

Birna tekur við formennsku í Björgunarfélagi Akraness

Aðalfundur Björgunarfélags Akraness var haldinn síðastliðinn fimmtudag í húsi sveitarinnar við Kalmansvelli. Kosið var í stjórn félagsins á fundinum. Tveir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, en það voru þeir Þór Bínó Friðriksson fráfarandi formaður og Gísli Sigurjón Þráinsson fráfarandi varaformaður. Báðir hafa þeir verið í forsvari fyrir félagið um árabil. Á fundinum var þeim Þór og Gísla þakkað óeigingjarnt starf í þágu sveitarinnar undanfarin ár. Formaður nýrrar stjórnar er Birna Björnsdóttir sem hefur langa reynslu úr starfi með björgunarfélaginu. Stjórnin er að öðru leyti þannig skipuð: Sigurður Axel Axelsson varaformaður,  Kjartan Kjartansson gjaldkeri,  Silvía Llorens Izaguirre ritari og meðstjórnendurnir Kristján Hagalín Guðjónsson, Björn Guðmundsson og  Sigurður Ingi Grétarsson. Á fundinum skrifuðu tveir undir eiðstaf Björgunarfélagsins, en það voru þeir Guðni Steinar Helgason og Jón Hrói Finnsson. Ákveðið var að halda framhaldsaðalfund þegar núverandi nýliðahópur hefur lokið þjálfunarprógrammi sínu. Búast má við að því ljúki nú í maí og munu þeir sem standast inntökukröfur sveitarinnar skrifa undir eiðstafinn að því loknu.

 

Rætt er við Birnu Björnsdóttur í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir