Regnbogaþorp í Indónesíu

Kapmung Pelangi er lítið þorp í Indónesíu sem hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Ástæðan er sú að bæjarstjórnin ákvað að fjárfesta fyrir rúmlega 22 þúsund Bandaríkjadali og mála 232 hús í fátækrahverfi bæjarins, sem voru orðin niðurnídd og illa farin. Það var Slamet Widodo, 54 ára gamall skólastjóri, sem fékk hugmyndina að láta mála húsin í öllum regnbogans litum og útkoman er engu lík. Nú er búið að breyta í það minnsta 232 heimilum í sannkölluð listaverk og er ásýnd þorpsins gjörólík því sem áður var. Breytingin hefur vakið athygli ferðamanna, sem hafa flykkst til þorpsins í vaxandi mæli. Fjárfestingin við málningarvinnuna hefur borgað sig fyrir bæjarfélagið, enda er nú meira að gera á veitingastöðum og í verslunum þorpsins en nokkru sinni áður. Bæjarstjórnin hefur því ákveðið að mála enn fleiri hús í þorpinu og mun auk þess standa fyrir því að láta hreinsa ánna sem rennur í gegnum þorpið.

Sjón er sögu ríkari, hér má sjá fleiri myndir frá litríka þorpinu.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Málverk veldur heilabrotum

Listfræðingar og almenningur hafa að undanförnu furðað sig á atriði í gömlu málverki efitr Ferdinand Georg Waldmüller.  Verkið var málað... Lesa meira

Finnur þú dýrin?

Það eru ekki bara kamelljónin sem geta fallið inn í umhverfi sitt og falist vel í náttúrunni. Alls kyns skepnur... Lesa meira