xT fyrir bætt heilbrigðiskerfi

Sigurjón Þórðarson

Áherslur Dögunar í heilbrigðismálum taka mið af hagsmunum sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólks og skattgreiðenda. Dögun tekur undir orð landlæknis um að heilbrigðiskerfið sé enn á rangri leið. Í stað þess að efla heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús fer hlutastörfum sérfræðinga fjölgandi sem veldur því að flæði sjúklinga á sjúkrahúsum verður hægara sem stefnir öryggi sjúklinga í hættu. Sérstaklega veldur ástandið fólki með langvinna sjúkdóma erfiðleikum, fólki sem þarf um langan  veg að fara, til margra sérfræðinga  í borginni. Jafnan er ferðastyrkurinn sem Sjúkratryggingar fljótlega uppurinn þar sem ekki er óalgengt að það þurfi  að fara í sérferðir til að hitta sérfræðinga, aðra í myndatökur og í framhaldinu ferð í aðgerð. Dögun vill eins og fyrr greinir efla  dag- og göngudeildarstarfsemi spítala svo að hægt sé að auka aðgengi sjúklinga og veita þeim nútímalega heildræna meðferð

Dögun stefnir á gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi sem rekið er af hinu opinbera. Snúa verður frá þeirri stefnu einkavæðingar núverandi heilbrigðisráðherra sem hefur komið á fót einkarekinni heilsugæslum  sem taka til sín arð.  Áframhaldandi hnignun opinbera kerfisins og uppbygging einkareksturs mun óðfluga leiða til kostnaðarauka og mismununar þegnanna.

 

Sigurjón Þórðarson

1. sæti á lista Dögunar fyrir Alþingiskosningarnar