Briddsspilarar byrjaðir með vetrarstarfið

Félagar í Bridgefélagi Akraness hafa nú komið saman tvisvar í haust yfir spilaborðinu. Spilað er á fimmtudagskvöldum í sal VLFA við Kirkjubraut 40 og hefst spilamennskan klukkan 19:30. Að sögn Einars Guðmundssonar formanns verður næstu fimmtudaga spilaður tvímenningur, stök kvöld. „Allir sem vilja eru velkomnir og áhugasamir hvattir til að mæta. Alltaf er heitt á könnunni og gleðin við völd,“ segir Einar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga.... Lesa meira