UMFÍ heldur fimmtugasta sambandsþing sitt

Fimmtugasta sambandsþing UMFÍ verður haldið á Hótel Hallormsstað helgina 14.-15. október, hefst klukkan 11 í fyrramálið. Sambandsþing er æðsta vald í málefnum UMFÍ og haldið annað hvert ár. Á þingið hafa boðað komu sína 150 fulltrúar sambandsaðila UMFÍ, auk stjórnar og starfsfólks. Á sambandsþingi sitja þeir fulltrúar sem sambandsaðilar UMFÍ kjósa til setu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir