Skipuð til forsvars hjá Pírötum

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy hafa fengið umboð sem málsvarar Pírata og samingamenn í komandi kosningum. Þetta var ákveðið á félagsfundi Pírata sem haldinn var í gær. Þórhildur Sunna verður aðalsamningsaðili Pírata og mun því gegna hlutverki „ígildis formanns flokksins í komandi stjórnarmyndunarviðræðum,“ eins og það er orðað.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún er lögfræðingur að mennt en hún lærði alþjóða- og Evrópulög í háskólanum í Groningen og sérhæfði sig með meistaragráðu í mannréttindum og alþjóðlegum refsirétti í háskólanum í Utrecht. Hún er þingmaður Pírata frá árinu 2016, er varaformaður þingflokks Pírata og hefur starfað í trúnaðarstöðum fyrir flokkinn síðan árið 2015. „Skipun Þórhildar Sunnu, Helga og Smára er liður í lokaundirbúningi Pírata fyrir kosningar en fjárlög Pírata og helstu áherslumál verða kynnt eftir helgina,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir