Níu framboð í Norðvesturkjördæmi

Framboðsfrestur fyrir alþingiskosningarnar 28. október nk. rann út á hádegi í dag. Að sögn Inga Tryggvasonar formanns yfirkjörstjórnar í NV kjördæmi er búið að yfirfara listana lauslega og segir hann allt líta í fljótu bragði út fyrir að vera eins og til var ætlast, nægilegur fjöldi meðmælenda og slíkt. Níu flokkar bjóða fram í Norðvesturkjördæmi. Það eru: Björt framtið, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Jafn mörg framboð eru í Norðausturkjördæmi en flest í Suðurkjördæmi þar sem tólf flokkar bjóða fram; Dögun býður þar fram lista auk Alþýðufylkingarinnar og Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga.... Lesa meira