Næturlokanir í Hvalfjarðargöngum í næstu viku

Vegagerðin vekur athygli á því að Hvalfjarðargöng verða lokuð fyrir umferð í þrjár nætur í næstu viku (42. viku) vegna viðhalds og hreingerningar. Lokað verður aðfararnætur þriðjudags 17., miðvikudags 18. og fimmtudags 19. október frá miðnætti til kl. 6 að morgni. Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. „Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir