Minjar og náttúra í framdalnum á evrópska menningarminjadeginum

Menningarminjadagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun, laugardaginn 14. október. Tilgangur þessa dags er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins. Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum í Skorradal mun taka á móti gestum á heimaslóðum. Flytur Hulda erindið; „Framdalurinn – Fitjasókn í Skorradal, verndarsvæði í byggð.“ Komið verður saman við Fitjar klukkan 14:00. Í tilkynningu frá Minjastofnun kemur fram að aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir