Kristen Denise McCarthy að afgreiða eina körfuna í gær. Ljósm. sá.

Tapleikir Vesturlandsliðanna

Vesturlandsliðin í Dominosdeild kvenna, Snæfell og Skallagrímur, spiluðu bæði leiki í gærkveldi. Hvorugt þeirra náði að bæta í stigatöfluna og hafa því tvö stig hvort í deildinni. Snæfellskonur töpuðu fyrir Haukum 72:76 í leik þar sem Kristen Denise McCarthy setti 38 stig og var stigahæst í liðinu. Á sama tíma léku konurnar í Skallagrími við Val og töpuðu naumt; 70:67. Líkt og hjá Snæfelli var Kaninn í liðinu; Carmen Tyson-Thomas, að skora langmest fyrir Borgnesinga, eða 35 stig.

Líkar þetta

Fleiri fréttir