Samið hefur verið Jóhannes Karl Guðjónsson um að taka við þjálfun meistaraflokks ÍA.

Jóhannes Karl tekur við þjálfun ÍA

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari HK, verður næsti þjálfari hjá uppeldisfélagi sínu ÍA, en liðið féll eins og kunnugt er úr Pepsídeildinni í haust og spilar því í Inkassodeildinni, 1. deild næsta sumar. Jóhannes Karl stýrði HK í fjórða sæti Inkassodeildarinnar í sumar. Eftir tímabilið var hann valinn þjálfari ársins í deildinni af þjálfurum og fyrirliðum. Jón Þór Hauksson stýrði ÍA í síðustu leikjum tímabilsins í Pepsi-deildinni eftir að Gunnlaugur Jónsson lét af störfum. Jón Þór hefur staðfest við Fótbolta.net að hann verði ekki áfram þjálfari Skagamanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir