Jóhannes Karl tekur við þjálfun ÍA

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari HK, verður næsti þjálfari hjá uppeldisfélagi sínu ÍA, en liðið féll eins og kunnugt er úr Pepsídeildinni í haust og spilar því í Inkassodeildinni, 1. deild næsta sumar. Jóhannes Karl stýrði HK í fjórða sæti Inkassodeildarinnar í sumar. Eftir tímabilið var hann valinn þjálfari ársins í deildinni af þjálfurum og fyrirliðum. Jón Þór Hauksson stýrði ÍA í síðustu leikjum tímabilsins í Pepsi-deildinni eftir að Gunnlaugur Jónsson lét af störfum. Jón Þór hefur staðfest við Fótbolta.net að hann verði ekki áfram þjálfari Skagamanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hálka á vegum

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Nú er spáð hvassviðri suðaustanlands og hviðum... Lesa meira