Svipmynd af kjörstað úr safni Skessuhorns.

Frestur til að skila framboðslistum rennur út á morgun

Samkvæmt auglýsingu yfirkjörstjórnar rennur út frestur til að skila inn framboðum í einstökum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar klukkan 12  á morgun, föstudaginn 13. október. Fastlega er gert ráð fyrir að níu framboðslistar verði í kjöri í Norðvesturkjördæmi. Sjö þeirra hafa nú birt lista sína, þ.e. Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð, Píratar, Viðreisn, Framsóknarflokkur, Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð. Að auki hafa tvær aðrar stjórnmálahreyfingar boðað framboð í kjördæminu, þ.e. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Bæði hafa þessi framboð kynnt oddvita listanna, þá Bergþór Ólason Miðflokki og Magnús Þór Hafsteinsson Flokki fólksins. Engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um framboð þeirra. Fyrir liggur að Alþýðufylkingin, Dögun og Íslenska þjóðfylkingin ætla ekki að bjóða fram í NV kjördæmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir