Bleika slaufan uppseld hjá Krabbameinsfélaginu – bleikur dagur á Akranesi í dag

„Landsmenn hafa tekið átaki Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunni, opnum örmum því birgðir af slaufunni hjá Krabbameinsfélaginu eru uppurnar,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Enn eru þó til slaufur hjá einhverjum sölustaða um landið. Silfurslaufan sem framleidd var í takmörkuðu upplagi og einungis seld hjá gullsmiðum og Krabbameinsfélaginu er nú uppseld.

Dagskrá á Akranesi í kvöld

Bleiki dagurinn verður víða haldinn á morgun, föstudaginn 13. október. Þó verður í dag bleik ganga á Akranesi í dag, fimmtudaginn 12. október, klukkan 18:30. Safnast verður saman við stjórnsýsluhúsið Stillholti og gengið að Akratorgi. Þar verður stutt dagskrá með tónlist, heitu kakói og happdrætti. Það er Krabbameinsfélag Akraness og Akraneskaupstaður sem standa fyrir viðburðinum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir