Aðskotahlutur fannst í Tuborg Classic

Matvælastofnun hefur í samráði við heilbrigðiseftirlitið byrjað innköllun á einni lotu af hálfs líters bjórdósum vegna aðskotarhlutar sem fannst í einni dós. Um er að ræða glerbrot eða hart plast. Í tilkynningu frá Mast segir að eftirfarandi upplýsingar auðkenni vöruna sem innköllunin einskorðast við: Tuborg Classic, lotunúmer: 02L17263 002359. Pökkunardagur: 20.09.17 og merkt best fyrir: 20.03.18. „Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til Ölgerðarinnar eða í næstu verslun ÁTVR og fá nýja vöru í staðinn. Nánari upplýsingar fást hjá Ölgerðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir