Þétt setinn salurinn á hátíðardagskránni. Ljósm. Haukur Páll Kristinsson.

Hátíðarhöld í tilefni 60 ára afmælis Leikskólans í Stykkishólmi

Síðastliðinn laugardag var vegleg afmælishátíð haldin í Stykkishólmi þegar því var fagnað að leikskóli staðarins er 60 ára. Það var St.Franciskusreglan sem fyrst stofnaði leikskóla í bænum og rak með rausnarbrag í fjölmörg ár. Þannig var reglan frumkvöðull í rekstri leikskóla en slík starfsemi hófst fyrr í Stykkishólmi en í nágrannabyggðarlögum. Í tilefni afmælisins heiðruðu forsetahjónin, Guðni Th Jóhannesson og Eliza Reid ásamt börnum sínum, íbúa með heimsókn og þátttöku í afmælisfagnaðinum. Hátíðin hófst klukkan 13 og stóð fram eftir degi. Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri segir að frá upphafi hafi verið ákveðið að hátíðin snerist um börnin, þeirra menningu og sköpun og telur hún það hafa heppnast vel. Aðallega snerist hátíðin því um þau börn sem nú eru í leikskólanum en einnig var gaumur gefinn að öllum þeim börnum sem hafa verið nemendur í leikskólanum í gegnum tíðina.

Nánar er fjallað um afmælishátíðina í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir