Vel heppnað blakmót var haldið á Akranesi

Boggu-Bresamótið í blaki var haldið laugardaginn 30. september á Akranesi. Um skemmtimót var að ræða og nýliðar boðnir velkomnir að mæta og spreyta sig. Mótið hófst að morgni og lauk keppni síðdegis. „Boggu-Bresamótið er orðið að árlegum viðburði blakfélagsins. Það er haldið til heiðurs Guðbjargar Árnadóttur sem eiginlega má kalla blakdrottninguna okkar,“ segir Sædís Alexía Sigurmundsdóttir, formaður Bresa, í samtali við Skessuhorn. „Bogga okkar er enn virkur félagsmaður í blakinu og mætir á æfingu tvisvar í viku. Það er þvílíkur kraftur í henni og lítum við allar upp til hennar og vonum að við verðum á sama stað og hún þegar við verðum sjötugar.“ segir Sædís.

Sigurvegarar á mótinu voru Afturelding C í 1. deild, Haukar A í 2. deild og Stjarnan ytri fegurð í 3. deild.

Líkar þetta

Fleiri fréttir