Brynjar Snær Pálsson skrifaði í dag undir félagaskipti til ÍA. Hér er hann ásamt Huldu Birnu Baldursdóttur, framkvæmdastjóra KFÍA og Jóni Þór Haukssyni, þjálfara meistaraflokks karla hjá ÍA.

Brynjar Snær til ÍA

Í dag skrifaði Knattspyrnufélag ÍA undir samning við ungan og efnilegan leikmann, Brynjar Snæ Pálsson. Brynjar er fæddur árið 2001 og leikur stöðu miðjumanns og vinstri bakvarðar.

Hann hefur allan sinn feril leikið með Skallagrími og á tólf leiki að baki með meistaraflokki félagsins. Fyrsta meistaraflokksleikinn fyrir Skallagrím lék hann í 4. deild karla sumarið 2015, þá ekki orðinn 14 ára gamall. Brynjar á einnig tvo leiki að baki fyrir U17 ára landslið Íslands.

Brynjar stundar nám á afreksíþróttasviði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir