Vinnur skartgripi úr bláskel

Anna Rún Kristbjörnsdóttir er ungur hönnuður frá Bóndhól í Borgarfirði. Hún hefur tekið upp listamannanafnið BláRún og býr nú til skartgripi úr bláskel. „Ég er búin að vera að þróa þetta í nokkur ár en fór ekki af stað af neinni alvöru fyrr en í fyrrahaust, þegar ég ákvað að setja þetta í framleiðslu,“ segir Anna Rún í samtali við blaðamann Skessuhorns. „Þetta er mikil þolinmæðisvinna og langt ferli fyrir hverja skel. Ég pússa þær í þremur verkferlum, með mismunandi grófleika. Svo þarf að bora gat fyrir festuna og pússa sjálfa festuna í rétta stærð fyrir hverja skel, því skeljarnar eru mismunandi þykkar. Allt tekur þetta töluverðan tíma. Ég er ekki viss um að ég hefði lagt í þetta ef ég hefði gert mér grein fyrir hversu mikil vinna þetta væri,“ segir Anna Rún og hlær.

Nánar er rætt við Önnu Rún í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir