Sprengja í dag hátíðarsprengingu við Dýrafjarðargöng

Síðdegis í dag mun Jón Gunnarsson samgönguráðherra með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra sprengja hátíðarsprengingu Dýrafjarðarganga og marka þannig upphaf framkvæmdanna. Milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar verða nú sprengd 5,3 kílómetra göng ásamt því að byggðir verða alls 300 metra langir vegskálar. Verktakar eru Metrostav a.s. og Suðurverk hf. Kostnaður við verkið er 8,7 milljarðar króna og er því um að ræða langstærstu einstöku framkvæmd til samgöngubóta sem nú verður í gangi. Nýr vegur verður byggður beggja vegna gangamunna, þrír km Arnarfjarðarmegin og 4,8 km Dýrafjarðarmegin, samtals um 7,8 km auk tenginga.

Líkar þetta

Fleiri fréttir