Agniezka með nokkrum nemendum sínum í Grunnskóla Grundarfjarðar. Ljósm. tfk.

Pólskukennsla í grunnskólum á Snæfellsnesi

Í Grunnskóla Grundarfjarðar er sú nýbreytni að nemendum með pólsku að móðurmáli býðst nú kennsla í sínu tungumáli. Agniazka Imgront sér um kennsluna en sami háttur er hafður á í Grunnskóla Snæfellsbæjar og í Stykkishólmi. Agniezka kenndi pólsku við Grunnskóla Snæfellsbæjar í fyrravetur en nú í vetur kennir hún við þessa þrjá skóla í Grundarfirði, Snæfellsbæ og Stykkishólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir