Þau hafa stýrt skólanum frá stofnun. Frá hægri: Ársæll Guðmundsson, Lilja S Ólafsdóttir, Kolfinna Jóhannesdóttir og Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir.

Tíu ár frá stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar

Síðastliðinn föstudag var boðið til veislu í Hjálmakletti í Borgarnesi, en þá var þess minnst að tíu ár eru liðin frá því Menntaskóli Borgarfjarðar hóf starfsemi. Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir skólameistari bauð gesti velkomna og stýrði dagskrá. Sagði hún frá því að 22. ágúst 2007 hafi skólinn verið settur í fyrsta skipti og var það gert við fjölmenna athöfn í Skallagrímsgarði, en á þeim tímapunkti var skólabyggingin ekki fullkláruð. Var skólinn fyrsta árið til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar þar til flutt var inn í nýbygginguna sem reist var á gamla íþróttavellinum í miðbænum. Sagði Guðrún Björg að skólinn hefði frá stofnun tekið miklum breytingum en engu að síður væri margt sem byggði á þeim gildum sem sett voru í upphafi. Markmiðið hafi verið og sé að tryggja fólki öfluga menntun með nútíma kennsluaðferðum.

Ítarlega er sagt frá afmælishátíðinni í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir