Stendur réttarvaktina á 93. aldursári

Eyjólfur Andrésson í Síðumúla var staddur í Þverárrétt síðastliðinn mánudag líkt og undanfarin ár og áratugi. Sjálfur hætti hann búskap fyrir ríflega tveimur áratugum, en mætir engu að síður í réttina og hefur sitt fasta hlutverk að vera hliðvörður þegar rekið er inn í almenninginn og að reka á eftir fénu við innreksturinn. Eyjólfur kveðst hress og lætur aldurinn ekki aftra sér frá því að aka daglega frá Borgarnesi, þar sem hann á heimili, og heim í Síðumúla. „Ég er níutíu og tveggja og hálfs, rétt ríflega,“ sagði hann aðspurður um aldurinn. „Þegar maður er komin á þennan aldur fagnar maður hverjum degi, svo ég tali nú ekki um mánuði eða ár sem bætast í safnið,“ sagði Eyjólfur glaður í bragði.

Svipmyndir úr réttum undanfarinna daga er að finna í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir