Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ljósm. kgk.

Fjölbrautaskóli Vesturlands er fertugur

Fjölbrautaskólinn á Akranesi, síðar Fjölbrautaskóli Vesturlands (FVA), fagnar 40 ára starfsafmæli í ár. FVA var stofnaður formlega árið 1987 með undirritun samnings milli 32 sveitarfélaga á Vesturlandi og menntamálaráðuneytis um rekstur sameiginlegs framhaldsskóla. Byggt var á grunni Fjölbrautaskólans á Akranesi sem tók til starfa 12. september 1977 þegar Gagnfræðaskólinn á Akranesi og Iðnskólinn á Akranesi voru sameinaðir. Samningurinn frá 1987 hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina, meðal annars vegna breytinga á lögum um framhaldsskóla. Nú standa sex sveitarfélög að skólanum; Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur og Hvalfjarðarsveit.

Í tilefni tímamótanna er boðið til afmælisveislu með opnu húsi og hátíðardagskrá í húsakynnum FVA næstkomandi laugardag, 16. september, frá kl. 14 til 19.

Nánar er fjallað um væntanlegt afmæli í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir