Blóð, sviti, tár og drulla í leðjubolta

Síðastliðinn fimmtudag stóð Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri fyrir árlegum viðburði á meðal nemenda. Var það leðjubolti sem fór fram í sjávarborðinu við engjarnar fyrir neðan gamla skólann, skammt frá ósum Hvítár við Borgarfjörð. Um leið og kennslu lauk síðdegis hófst keppnin svo hún myndi örugglega klárast áður en keppnisvöllurinn færi á flot á háflóði. Fimm lið tóku þátt en þau voru skipt eftir deildum skólans, þrjú lið frá búfræðinemum auk liða úr háskóladeildinni til dæmis búvísindum og umhverfisskipulagi. Það var lið búfræðinema á öðru ári sem fór með sigur af hólmi eftir spennandi og átakamikla keppni. Það fór ekki á milli mála að nemendurnir hafi skemmt sér vel við þennan dagamun eins og sjá má á myndunum sem tala sínu máli.

Sjá fleiri myndir Steinþórs Loga Arnarsonar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir