Teikning að nýjum Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

Tæpir þrír milljarðar í nýjan Landspítala

Framlög til byggingar nýs Landspítala verða 2,8 milljarðar króna á árinu 2018. Er það hækkun um 1,5 milljarð frá fjármálaáætlun. Bygging spítalans hefst seinni hluta næsta árs og þá verður sömuleiðis hafist handa við byggingu meðferðarkjarna við Hringbraut. Þetta kemur fram í kynningu á fjárlögum ársins 2018 á vef stjórnarráðsins. Þar segir að haldið verði áfram með átak til að bæta núverandi húsnæði Landspítala. Alls hækka útgjöld til heilbrigðis- og velferðarmála um 4,6% umfram launa- og verðlagsþróun.

„Hugað er að geðheilbrigðismálum víða í kerfinu. Heilsugæslan um land allt verður styrkt áfram sem fyrsti viðkomustaður, t.d. með fjölgun sálfræðinga. Barna- og unglingageðdeild Landspítala verður styrkt sérstaklega og sálfræðingum á heilsugæslu, geðheilsuteymum og meðferðarúrræðum við geðvanda fjölgað,“ segir á vef stjórnarráðsins. Samkvæmt fjármálaáætlun er gert ráð fyrir því að framlög til geðheilbrigðisþjónustu, þ.m.t. barna- og unglingageðdeildar, verði aukin í áföngum til ársins 2022.

Líkar þetta

Fleiri fréttir