Framkvæmdir á Snæfellsnesvegi á morgun

 

Á morgun, þriðjudaginn 12. september, verður umferð um Snæfellsnesveg 54 við bæinn Grund á sunnanverðu Snæfellsnesi beint um hjáleið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Ástæða þess að vegurinn verður lokaður og hjáleið sett upp er að á morgun mun standa yfir vinna við undirgöng á þessum stað.

Vegagerðinn vill biðja vegfarendur um að gæta varúðar vegna þessa og fara eftir merkingum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Minningar úr héraðsskólum

Þjóðminjasafn Íslands hefur sent út spurningaskrá um minningar úr héraðsskólum og öðrum heimavistarskólum til sveita á unglingastigi. Söfnunin byggir eingöngu... Lesa meira