Skagamenn taka í dag á móti KA í afar þýðingarmiklum leik

Í dag klukkan 17:00 taka strákarnir í meistaraflokki ÍA í knattspyrnu á móti KA í Pepsideildinni. Af stigatöflunni að dæma verður allt lagt undir í þessum þýðingarmikla leik. Skagamönnum vantar einfaldlega öll stigin sem í boði eru til að geta eygt von um að tryggja veru sína í deildinni. Hafa þeir tíu stig á botninum eins og sakir standa, þegar fimm leikir eru eftir, en KA er í þokkalegri stöðu um miðbik deildar með 24 stig. Það verður því við ramman reip að draga fyrir þá gulklæddu í dag, því KA hefur ekki tapað leik undanfarnar sjö vikur. Stuðningsmenn eru eindregið hvattir til að mæta á Akranesvöll og styðja strákana til sigurs. Það eru fimmtán stig í pottinum og dæmin hafa sannað að það er allt hægt í fótbolta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir