Svona mun kápa FIFA 18 líta út í sérútgáfu leiksins sem aðeins verður fáanleg í verslunum á Íslandi.

Ísland verður í FIFA 18

Samningar hafa náðst milli tölvuleikjaframleiðandans EA SPORTS og Knattspyrnusambands Íslands um að íslenska karlalandsliðið verði með í FIFA 18, en leikurinn er einn sá vinsælasti í heimi. Eru þetta ánægjulegar fréttir fyrir þá tugi þúsunda spilara sem spila leikinn hérlendis og að sjálfsögðu FIFA spilara um allan heim sem hafa hrifist af gengi íslenska landsliðsins undanfarin misseri.

Af þessu tilefni hefur Sena, sem gefur leikinn út hér á landi, í samtarfi við EA SPORTS, látið útbúa kápu utan um leikinn sem skartar íslensku landsliðstreyjunni. Verður þessi sérútgáfa FIFA 18 aðeins fáanleg í verslunum hérlendis. Útgáfudagur leiksins er 29. september næstkomandi.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, kveðst mjög ánægður með að íslenska landsliðið verði nú hluti af þessum vinsæla tölvuleik. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu og tel þetta vera góð tíðindi fyrir alla þá sem spila leikinn hér á landi og í raun um allan heim. Mér finnst þetta jákvætt markaðslega fyrir íslenskan fótbolta, gaman fyrir okkar stuðningsmenn og einnig leikmennina sjálfa,“ segir Guðni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga.... Lesa meira