Tónlistarskóli Borgarfjarðar er fimmtugur í dag

Tónlistarskóli Borgarfjarðar er fimmtíu ára í dag, fimmtudaginn 7. september. Í tilefni afmælisins var boðið til hádegissnarls í húsnæði skólans að Borgarbraut 23 í Borgarnesi. Þar voru flutt stutt ávörp, gefnar gjafir og eðli málsins samkvæmt voru leikin lög og söngvar sungnir.

Opið hús er í tónlistarskólanum í dag þar sem gestum og gangandi býðst að líta við, kynna sér starfsemi skólans og fylgjast með kennslu. Síðan verður blásið til afmælistónleika í Borgarneskirkju í kvöld þar sem fram koma nemendur sem hafa útskrifast með framhaldspróf frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Gunnlaug Júlíusson, sveitarstjóra Borgarbyggðar, færa tónlistarskólanum gjöf í tilefni afmælisins. Upplýsti hann að pakkinn innihéldi altsaxófón. Theodóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, var að vonum ánægð með gjöfina sem hún veitti viðtöku fyrir hönd skólans.

 

 

Nánar í næsta tölublaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga.... Lesa meira