Trausti Eiríksson rekur vélsmiðjuna Traust og gistiþjónustu í Lækjarkoti. Ljósm. úr safni.

Átelur sveitarstjórn vegna fyrirætlana um skotæfingasvæði

Trausti Eiríksson sem býr og starfar í Lækjarkoti, skammt ofan við Borgarnes, skrifar fremur harðort opið bréf til sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna fyrirætlana sveitarstjórnar um að setja í ferli undirbúning að skotæfingasvæði í nágrenni Einkunna og jarðar hans. Staða þessa máls er sú að sveitarstjórn hefur ákveðið að opna fyrir þann möguleika að í nýju aðalskipulagi verði gert ráð fyrir skotfæfingasvæði með ákveðnum reglum um hljóðdeyfa og fleira. Þar með er ekki sagt að af skotæfingasvæði verði þar sem skipulag er til þess fallið að allir hagsmunaaðilar geti gert athugasemdir áður en til samþykkis þess kemur.

Trausti Eiríksson rekur vélsmiðjuna Traust en auk þess leigir hann út gistirými í smáhýsum á jörð sinni og telur skotæfingasvæði í næsta nágrenni gera það að verkum að sjálfhætt yrði með slíka starfsemi. Hann telur auk þess að sveitarstjórn ætti, fremur en undirbúa gerð skipulags, að beina kröftum sínum í að flýta ljósleiðaravæðingu í dreifbýli enda góð nettenging forsenda fyrir nútíma atvinnurekstri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir