Umferðartafir vegna malbikunar í Borgarnesi í dag

Í dag er stefnt að því malbika á hringveginum í gegnum Borgarnes, allt frá Sandvík að Snæfellsnesvegi. Um er að ræða 1200 metra vegarkafla, báðar akreinar, en unnið er á einni akrein í einu. Lokað er með umferðarstýringu og má búast við lítilsháttar umferðartöfum á meðan á framkvæmdum stendur frá kl. 8:00 til kl. 21:00 í kvöld. „Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir