Aðalfundur í hollvinafélagi starra

Meðfylgjandi mynd tók Fjóla Borg Svavarsdóttir á Hrappsstöðum í Dölum í morgun. Sýnir hún hóp 300 starra sem búnir voru  að raða sér á rafmagnslínur við íbúðarhúsið á bænum. Farfuglar eru víða farnir að hópa sig saman. Fjóla sagði þessa sýn hafa verið magnaði og greip hún því símann og smellti af þessari skemmtilegu mynd.

 

Athygli er vakin á því að upphaflega var frétt þessi skrifuð miðað við að þetta hafi verið svartþrestir. Í kjölfarið rigndi hins vegar yfir ritstjórn skilaboðum þess efnis að það væri útilokað að hér væru svartþrestir á ferð, heldur starrar. Beðist er velvirðingar á því enda starri og svartþröstur ekki sama tegund.

Líkar þetta

Fleiri fréttir