Frá undirskrift samnings milli ÍA og Roberts Menzel fyrr á árinu en nú er ljóst að Menzel hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍA.

Robert Menzel leikur ekki meira með ÍA

Í vetur gekk pólski varnarmaðurinn Robert Menzel til liðs við ÍA. Menzel átti að fylla skarð Ármanns Smára Björnssonar sem lagði skóna á hilluna eftir að hafa meiðst illa undir lok síðasta tímabils. Töluverðar væntingar voru gerðar til Menzels enda hafði hann leikið í pólsku úrvalsdeildinni áður en hann kom til Íslands. Hann náði sér þó aldrei á strik með Skagamönnum og eftir fáeina leiki í upphafi sumars var hann settur á bekkinn. Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA staðfesti eftir leik Skagamanna og KR í gær að Menzel sé á förum frá Akranesi og hafi spilað sinn síðasta leik fyrir ÍA. Menzel lék níu leiki með ÍA í sumar og skoraði í þeim eitt mark.

Líkar þetta

Fleiri fréttir