Uppboðið var afar vel sótt.

Rúm hálf milljón safnaðist á uppboði

Blásið var til uppboðs á Seljanesi í Reykhólasveit síðdegis á laugardag í tengslum við byggðahátíðina Reykhóladaga. Var uppboðið haldið að frumkvæði Seljanesbræðra, líkt og á síðasta ári og rétt eins og í fyrra verður ágóði uppboðsins látinn renna til styrktar góðra málefna.

Alls kyns varningur og þjónusta var boðin upp, allt frá verkfærum til snyrtivara. Sömuleiðis voru til sölu á uppboðinu happdrættismiðar og dregið í lok viðburðarins. Uppboðið var afar vel sótt og þátttaka góð. Skessuhorn sló á þráðinn til Seljanesbræðra sem voru að vonum ánægðir með hvernig til tókst. Söfnuðust um 540 þúsund krónur á uppboðinu og verður þeirri upphæð skipt á milli tveggja félaga, sem bæði starfa í þágu barna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir