Sundlaugin á Varmalandi. Ljósm. úr safni.

Margir fara til laugar

Mikil aðsókn hefur verið að sundlaugum Borgarbyggðar það sem af er sumri. Á hverjum degi sækja milli 500 og 600 manns laugina í Borgarnesi að því er fram kemur á heimasíðu Borgarbyggðar.

Sundlaugina á Varmalandi sækja milli 200 og 300 gestir á degi hverjum yfir sumartímann, en nýverið voru gerðar á henni gagngerar endurbætur.

Þá hafa um 50 manns á dag farið í sund á Kleppjárnsreykjum í sumar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir