Ók frá Þýskalandi á dráttarvélinni

Óvæntur gestur heimsótti Reykhóladaga á laugardaginn þegar Heinz Prien 61 árs gamall Þjóðverji, ók inn á hátíðarsvæðið á Hanomag R460 dráttarvél með hjólhýsi í eftirdragi og lagði við hlið hinna fornu traktoranna. Hann lagði af stað frá Muggensturm, skammt frá Stuttgart í suðvestur Þýskalandi, hinn 10. júní síðastliðinn, ók sem leið lá norður til Danmerkur og tók síðan ferjuna til Seyðisfjarðar. Hafði hann ekið suðurleiðina, skoðað sig um á Íslandi og leit við á Reykhóladögum. Var hann þar í góðum hópi innan um aðra dráttarvélaáhugamenn. Kvaðst Heinz síðan ætla að halda ferð sinni áfram, fara norður í land og til Seyðisfjarðar og þaðan með bátnum til meginlands Evrópu á nýjan leik. Stefnir hann að því að ferðalaginu mikla ljúki 30. september næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir