Tónleikar á Laugum á sunnudag

„Lífsmyndir í vöku og draumi“ er yfirskrift síðustu tónleikanna á Laugum í Sælingsdal þetta sumarið. Þar munu Björg Þórhallsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson leika uppáhalds lögin sín í eigin útsetningum og útfærslum. Á dagskrá eru íslensk sönglög og þjóðlög í bland við þekktar klassískar perlur.

Tónleikarnir eru á Hótel Eddu á Laugum og hefjast kl. 21:00 á sunnudag, 6. ágúst. Aðgangur er ókeypis.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir