Starfsmenn Kraftfags vinna við að malbika bílastæði við Leikskólann á Hellssandi. Ljósm. af.

Miklar framkvæmdir í Snæfellsbæ

Í sumar hafa verið miklar framkvæmdir í Snæfellsbæ að sögn Kristins Jónssonar bæjarstjóra. Meðal annars er Landsnet að leggja streng milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og leggja í leiðinni ljósleiðara í Fróðárhreppi. Einnig er verið að leggja ljósleiðara á sunnanverðu Nesinu, auk þess sem Rarik er að leggja jarðstreng frá Gröf að Hellnum, og einnig ljósleiðara á þeim kafla, þannig að það verður lagður ljósleiðari frá Stekkjarvöllum að Malarrifi. Segir Kristinn og bætir við að malbiksframkvæmdir séu þegar hafnar. Malbikuð verða bílastæði og nokkrar götur. Síðan verður göngustígurinn milli Ólafsvíkur og Rifs malbikaður í samstarfi við Vegagerðina og svo mun bæjarfélagið síðan sjá um malbiksframkvæmdir á göngustígnum á milli Rifs og Hellissands.

Kristinn segir að unnið sé að stækkun á tjaldstæðinu á Hellissandi og einnig séu miklar framkvæmdir á höfninni í Rifi, auk þess sem miklar framkvæmdir séu hjá  einkaaðilum. Svo í haust er fyrirhugað að leggja gervigras á Ólafsvíkurvöll og munu þær kosta í kring um 150 miljónir. Segir Kristinn að lokum að nú sé verið að auka þjónustuna á tjaldstæðinu á Hellissandi og í Ólafsvík. Verður þar sett upp þráðlaus nettenging gestum að kostnaðarlausu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir